Þann 1. júní verða fyrstu skráningar safnsins birtar á SARP. Verða þar aðgengilegar upplýsingar um ríflega 350 verk úr safneign eftir 26 listamenn. Þau eru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bjarni Þór Þorvaldsson, Bólu-Hjálmar Jónsson, Eggert Magnússon, Guðjón Ketilsson, Guðbjörg Ringsted, Guðjón R. Sigurðsson, Gunnþór Guðmundsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jón Ólafsson, Kristján F. Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Jónsson Stórval, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Hildur Kristín Jakobsdóttir, Svava Skúladóttir, Sölvi Helgason, Þór Vigfússon og Þórður Halldórsson. (Verkið sem fylgir fréttinni er sjálfsmynd eftir Valdmar Bjarnfreðsson)

Pin It on Pinterest

Share This