Samkomulag – Arna Guðný Valsdóttir flytur sönggjörning í Safnasafninu

Arna Guðný Valsdóttir flytur sönggjörning með verki sínu Samastaður laugardaginn 14.ágúst 2021 frá kl. 13.00 – 16.00 í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Gjörningurinn felst í því að hún fer inn í vídeó/sönginnsetningu sína í Safnasafninu og reynir að ná samkomulagi og samhljóm við þær raddir sem þar eru fyrir. Gjörningurinn er án formlegs upphafs og endis og geta gestir stjórnað hvort og hve lengi þeir dvelja við hann.
Safnasafnið hýsir í sumar útgáfu af söngverki eftir Örnu en í því beitir hún einfaldri tækni til að ná sambandi við sjálfa sig í gengum samsöng og mátar sig í leiðinni inn í umhverfið.
Lagið sem verkið byggir á var upphaflega samið fyrir samsýningu í Hoorn Í Hollandi árið 1988. Arna ferðaðist um í bænum þar sem sýningrýmið var og inni á sýningunni, hreiðraði um sig og flutti þetta lita lag með handhelda Sony kassettu upptökutækinu sínu. Tækið gaf henni færi á að syngja inn, spóla til baka, spila lagið og radda með upptökunni. Hún pakkaði síðan saman og kom sér fyrir á nýjum stað þar sem hún endurtók lagið.
Verk þetta hefur Arna síðan ferðast með í gegnum tilveruna og reynt að finna því samastað. Mátað það inn í mismunandi kringumstæður, á þetta heima hér… eða kannski hér?
 
Upptakan sem nú er til sýnis í Safnasafninu er frá árinu 2015 en þá dvaldi Arna um stundarsakir í
gestavinnustofu SÍM á Seljavergi. Upptakan er óundirbúinn gjörningur í svefnrými hennar á staðnum.
Nú gerir Arna tilraun til þess að bæta þriðju röddinni við og skoðar hvort hægt er að ná samkomulagi við þær stöllur sem fyrir eru í verkinu.
Söngtextinn var upphaflega saminn á ensku og síðar á íslensku.
This is my home and I like it here
It´s warm, it´s safe
I think I´ll stay here forever
Hérna bý ég og mér líður vel
hér er hlýtt, hér er gott
ég held ég verði hér alltaf

Pin It on Pinterest

Share This