Söfnin

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir hafa í rúm 30 ár safnað af ástríðu verkum helstu alþýðulistamanna landsins, listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma, stundum kallaðir næfir eða einfarar í myndlistinni, en eru í reynd beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir.

Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna jöfnum höndum list eftir leika sem lærða, þó að meginstofni verkum sjálfmenntaðra listamanna.

Grunnsafneignin telur um 6.400 listaverk, gerð af 323 sjálflærðum og skólalærðum listamönnum frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Einnig eru sérstakar safndeildir, Kikó Korriró-stofa, þar sem eru varðveitt um 120.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson (1922-2002) og í Ingvars Ellerts-stofa þar sem eru varðveitt 682 verk eftir Ingvar Ellert Óskarsson [1944-1992]

 

Safnasafnið

 

Svalbarðsströnd | 601 Akureyri
Sími: 461 4066 | Email: safngeymsla@simnet.is

Opið daglega til 17. september frá kl. 10-17 / og frá 18. september til 3. október frá kl.13-16

 

Pin It on Pinterest

Share This