Friðrik Hansen

Friðrik Hansen [1947-2005] nam við Iðnskólann á Sauðárkróki og stundaði ýmis störf á heimaslóðum sínum og um skeið  Svíþjóð, en vegna heilsubrests dvaldist hann síðustu 13 árin á sambýlum, fyrst á Gauksmýri og síðan á Hvammstanga þar sem hann lést.

Á sýningu í samstarfi við List án landamæra í Safnasafninu voru útsöguð og máluð verk eftir Friðrik Hansen sem stofnendur þess keyptu á Hvammstanga, en vatnslitamyndirnar fengu þeir að gjöf. Verkin bera með sér afgerandi höfundareinkenni, formin eru vel útfyllt, línurnar kraftmiklar, litir sterkir og djúpir í viðarverkunum en ljósari í vatnslitamyndunum.

Er augljóst að innra fyrir bjuggu hæfileikar sem ekki fengu eðlilega útrás, samt eru verk Friðriks gædd frumlegum eiginleikum og listgildi þeirra augsýnilegt.

Safnasafnið

 

Svalbarðsströnd | 601 Akureyri
Sími: 461 4066 | Email: safngeymsla@simnet.is

Opið frá miðjum maí til enda ágúst.
Safnið er opið á hverjum degi frá kl. 10 – 17. 

 

Pin It on Pinterest