Níels Hafstein skrifaði sýslumanninum í Stykkishólmi bréf þar sem leitað var eftir því að Safnasafnið fengi myndverk og gripi úr dánarbúi Peters Michaels Micari (1943-2017), Kvennahóli á Fellsströnd, en hann andaðist 2017, 74 ára gamall. Fregnir af því bárust ekki norður fyrr en Hulda Rós Rúriksdóttir skiptaráðandi var að ljúka störfum. Hafði hún samband við syni PMM í Bandaríkjunum og samþykktu þeir fúslega að safnið tæki það sem lægi á lausu. Í framhaldinu var send fyrirspurn til dvalarheimilis aldraðra í Búðardal til að kanna hvort eitthvað hefði orðið eftir af gripum þar þegar Peter andaðist en hann lagðist aldrei inn þar. Áhugi safnsins helgaðist af því að Peter bjó til alla gripi sjálfur og skreytti þá með aðfengnum smáhlutum. Safnið fékk mítur með málmskífum innan í og á bak við stóluna, kollhúfu, stóra skreytta húfu til notkunar við helgiathafnir, stóran kross, 3 hálsmen með skreytingum og bænaperlum, og stórt verk þakið frímerkjum, sem hér sést meginn hlutinn af. Arfleifð biskupsins verður rannsökuð á næstu árum og haldin sýning í fyllingu tímans.

Pin It on Pinterest

Share This