Persónuverndarstefna

01 Safnasafnið fer að lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu upplýsinga, það telur ekki þörf fyrir persónuverndarfulltrúa annan en stjórnarformann en leitar eftir ráðgjöf þegar nauðsyn krefur

02 Safnasafnið er rannsóknar- og fræðasetur sjálfsprottinnar myndlistar á Íslandi, hvort heldur sem hún er búin til af lærðu eða ólærðu fólki. Það fer með upplýsingar af varúð og virðingu og flokkar hvorki fólk né mismunar því eftir útliti, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, aldri, fötlun, skertri starfsgetu, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu, heldur dregur fram það sem er jákvætt og heillandi og er til þess fallið að styrkja viðkomandi, ekki síst í framtíðarstörfum

03 Safnasafnið safnar ekki viðkvæmum persónulegum upplýsingum um þá listamenn sem það á verk eftir eða býður að sýna. Einu upplýsingarnar sem það varðveitir eru þær sem listamennirnir sjálfir veita í tilefni sýninga sinna eða eru fengnar úr minningargreinum á netinu, sýningarskrám, bókum og tímaritum og eru færðar inn í sýningarskrár, sýnisbækur safneignar og sérprent sem fylgja sýningum einstakra listamanna og gestir geta tekið með sér. Listamennirnir eða fulltrúar þeirra lesa yfir upplýsingar sem eru birtar á vegum safnsins og eru hagsmunir þeirra tryggðir með þeim hætti

04 Safnasafnið varðveitir ljósmyndir frá opnunum og dagskrám og birtir sumt af því efni á Facebook og Instagram. Almennar heimildir um listamenn og verk þeirra eru skráðar á innra vefi Sarps, en eingöngu notaðar af starfsfólki og fræðimönnum. Safnið varðveitir ekki kennitölur, heimilisföng og önnur auðkenni. Metið er í hvert sinn hvaða gögn eigi að geyma og mun safnið hafa auga með varðveislu þeirra og gildi fyrir framtíðarnotkun í rannsókn, útgáfu eða álíka úrvinnslu upplýsinga

05 Safnasafnið stefnir að því að hafa stafrænt eftirlit í anddyri, bókasafni og sýningarsölum til að geta fylgst með því hvort verkum og gripum sé hnikað til eða þeir fjarlægðir svo hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana en upptökum er eytt eins fljótt og unnt er, þá í samráði við Securitas á Akureyri

(29.12.2019, persónuverndarstefnan er uppfærð í samræmi við lagabreytingar)

Pin It on Pinterest

Share This