Ingvars Ellerts stofa

Til minningar um Ingvar Ellert Óskarsson [1944-1992], myndlistarmann. Í stofunni eru 615 listaverk sem Guðmundur Vignir Óskarsson gaf Safnasafninu með gjafabréfi 1. ágúst 2015, einnig 77 verk sem listamaðurinn gaf stofnendum þess á níunda áratug 20. aldar.

Verk listamannsins skiptast í marga flokka, en við rannsókn á þeim fyrir sýningu í safninu 2018 var afráðið að taka þessa 3 fyrir:

Bátar/landslag
Hugað er að bátum hugarflugsins sem flestir eiga sér auðsæjar fyrirmyndir, aðrir renna saman við landslagið, taka mið af fjöllum sem líkjast seglum, fáeinir eru á mörkum þess að geta kallast bátar en eru það samt því augun láta blekkjast af tvíræðni lína og lita og samþykkja það sem fyrir liggur.

Formgerðir
Horft til óvæntrar framsetningar á hugmyndum sem fá vægi í margslunginni nálægð, hið óvænta skýtur ávallt upp kolli og nær að setja mark sitt á úrvinnsluna með flúri og útúrdúrum. Persónur renna saman í eitt, sumar sætta sig við það, en aðrar brjótast um og vilja losna úr spennutreyjunni.

Bleikgrænt landslag
Kafað ofan í landið, sem næst hinu smágerða sem er dregið fram í dagsljósið eins og í gegnum filmu sem síar frá litrófinu það sem skiptir ekki máli á fletinum. Í þessum brotakenndu snöggunnu myndum fá tákngildi óljósa merkingu þegar þau brjótast út úr óreiðukenndri uppbyggingu flatarins.

 

Safnasafnið

 

Svalbarðsströnd | 601 Akureyri
Sími: 461 4066 | Email: safngeymsla@simnet.is

Opið daglega til 17. september frá kl. 10-17 / og frá 18. september til 3. október frá kl.13-16

 

Pin It on Pinterest

Share This