íbúð

Íbúðin er í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006; hún er 67 m2, með sér inngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og “byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar” en þó með nútímalegu ívafi; í henni er forstofa, bað, eldhús með 1 rúmi (172×75), samliggjandi borð- og skrifstofa með 2 rúmum (196×86) og herbergi með hjónasæng og 2 barnarúmum (160×75 / 95×45)

Íbúðin er leigð án tengsla við aðra starfsemi safnsins, ferðsfólki á sumri, lista- og fræðafólki á hausti, vetri og vori. Tekið er tillit til þess við verðlagningu að lista- og fræðimenn dvelja í íbúðinni 1-3 vikur í senn, við vinnu sem fellur að starfsstefnu safnsins

Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, þau búa í Þinghúsinu sem er tengt safnbyggingunum.

Skilmálar

 

Íbúð til leigu

Gestgjafi er Níels Hafstein, sími 4614066

 

Íbúðin er í risi, 67 m2, með sérinngangi á 2. hæð, farið yfir brú frá bílastæði.

Í henni er:

  • forstofa
  • bað
  • eldhús með 1 rúmi (172×75)
  • 2 rúmum í alrými (196×86)
  • og herbergi með hjónarúmi, barnarúmi (160×75) og vöggu (95×45)

Íbúðin er leigð í minnst 2 nætur í röð, með handklæðum og sængurbúnaði á 2 einbreið rúm, eða 1 tvíbreitt rúm eftir atvikum. Sjá nánar á ljósmyndum. Morgunmatur er ekki innifalinn í leigunni. Reykingar eru ekki leyfðar, ekki heldur gæludýr því næstu gestir gætu verið með bráðaofnæmi og líf þeirra verið í hættu

Fast verð er miðað við 2 fullorðna sem gista í einu en tekið er tillit til fjölda nátta, sængurbúnaðar á aukarúm og fjölda handklæða, einnig ef gestir eru fleiri. Sængurbúnaður og handklæði kostar 5.000 kr. fyrir hvern aukagest, óháð aldri

Ef leikutaki óskar eftir því að bjóða til sín dvalargestum til næturgistingar í íbúðinni eftir að hann er fluttur inn þá ber honum samkvæmt lögum að hafa samband við gestgjafa sem tekur ákvörðun í samræmi við opinberar öryggisreglur ef válegur atburður verður, til dæmis jarðskjálfti eða eldsvoði. Greiða skal 5.000 kr. fyrir hvern slíkan aukagest.

Pantanir skal staðfesta á safngeymsla@simnet.is og leiga greidd við komu.

Í staðfestingarpósti skal vera nafn leigutaka, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Staðfesting jafngildir því að leigutaki samþykki alla skilmála og muni láta gestgjafa vita í netpósti minnst 3 dögum fyrir komu ef einhver breyting verður. Þá getur gestgjafi leigt öðrum íbúðina með þeim fyrirvara

Óskað er eftir því að leigutaki taki við lykli að íbúðinni á tímabilinu kl. 16.00-17.00 á komudegi og skili honum ekki síðar en kl. 11.00 á lokadegi. Þá mætir verktaki til að þrífa og þarf að geta komist að strax

Leigutaki kynnir sér eldvarnir og leið um löglegan flóttaglugga út á þak og þaðan til hægri niður stiga á svalir og síðan útdreginn stiga niður á pall. Sjá leiðbeiningar á vegg í hjónaherbergi. Bannað er að fara út á þak nema gestir þurfi að flýja af vettvangi í flýti, en í slíkum tilfellum ber þeim samt að fara með ítrustu gát. Gestgjafi ber enga ábyrgð á slysum sem kunna að hljótast af óvarkárni innandyra sem utandyra á meðan á dvöl stendur

Leigutaki ber ábyrgð á persónulegum eigum og lágmarks heimilisþrifum, svo sem að þvo upp, þurrka bleytu og tína upp rusl af gólfi. Þá er óskað eftir því að heimilstæki séu ekki tengd nema leigutaki sé í íbúðinni. Hann ber kostnað sem hugsanlega þarf að greiða ef íbúðinni er ekki skilað í viðunandi ástandi, þ.e. eins og hún var við komu, svo sem vegna vanþrifa, hlutahvarfs eða skemmda innanhúss sem utan.

Innifalið í leigugjaldi er umsýsla gestgjafa, nettenging, aðgangur að safninu, endurnýjun búnaðar, gistináttagjald, virðisaukaskattur, úttektir Securitas, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits, hiti, rafmagn, kalt vatn, ræsting, þvottur í vél og straujun, frágangur og tiltekt, fráveita, sorphirða o.fl.

Safnasafnið

 

Svalbarðsströnd | 601 Akureyri
Sími: 461 4066 | Email: safngeymsla@simnet.is

Opið daglega til 17. september frá kl. 10-17 / og frá 18. september til 3. október frá kl.13-16

 

Pin It on Pinterest

Share This