Við erum komin í Sarp

Við erum komin í Sarp

Þann 1. júní verða fyrstu skráningar safnsins birtar á SARP. Verða þar aðgengilegar upplýsingar um ríflega 350 verk úr safneign eftir 26 listamenn. Þau eru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bjarni Þór Þorvaldsson, Bólu-Hjálmar Jónsson, Eggert Magnússon, Guðjón Ketilsson, Guðbjörg Ringsted, Guðjón R. Sigurðsson, Gunnþór Guðmundsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jón Ólafsson, Kristján F. Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Jónsson Stórval, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Hildur Kristín Jakobsdóttir, Svava Skúladóttir, Sölvi Helgason, Þór Vigfússon og Þórður Halldórsson. (Verkið sem fylgir fréttinni er sjálfsmynd eftir Valdmar Bjarnfreðsson)
Opnun 12. maí 2018

Opnun 12. maí 2018

Laugardaginn 12. maí kl. 14 – 17 opna 11 nýjar sýningar í sölum Safnasafnsins.

Boðið er upp á veitingar.

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu nýlega við í Safnasafninu á leið sinni frá boscia-móti sem Erla Björk Sigmundsdóttir vann. Hún er fremst á myndinni, en safnið á 20 útsaumsverk eftir hana. Til hliðar standa Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir og Gísli Halldórsson, en safnið á 2 leirverk eftir Rósý og 16 útsaumsstykki eftir Gísla, fyrstu verkin sem stofnendur safnsins keyptu af listafólki Sólheima. Byggingarnar eru eftir Gunnar Sigfús Kárason [1931-1996] og verða sýnd í sumar, alls 68, safnið á 166 verk eftir hann. Heimsóknin var mjög ánægjuleg og gefandi. Valgeir F. Backmann tók ljósmyndina.
#safnasafnið
#safnasafnid
#outsiderart
Fréttir af fuglum

Fréttir af fuglum

Safnasafnið keypti í sumar 13 fugla eftir Jón Ólafsson á Hólmavík og verða þeir sýndir á næstu tveimur árum ásamt fuglum eftir marga aðra höfunda.

Friðrik Hansen (1947 – 2005)

Friðrik Hansen (1947 – 2005)

Í ár eru sýnd verk á safninu eftir Friðrik Hansen. Sjá má útsöguð og máluð tréverk og málverk sem eru í eigu safnsins. Verkin bera með sér afgerandi höfunareinkenni og eru litrík og kraftmikil. Sýningin er samstarf safnsins við Listahátíðina List Án Landamæra árið 2017, en safnið og hátíðin hafa átt í samstarfi um árabil.

Pin It on Pinterest