Opnun 12. maí 2018

Opnun 12. maí 2018

Laugardaginn 12. maí kl. 14 – 17 opna 11 nýjar sýningar í sölum Safnasafnsins.

Boðið er upp á veitingar.

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu nýlega við í Safnasafninu á leið sinni frá boscia-móti sem Erla Björk Sigmundsdóttir vann. Hún er fremst á myndinni, en safnið á 20 útsaumsverk eftir hana. Til hliðar standa Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir og Gísli Halldórsson, en safnið á 2 leirverk eftir Rósý og 16 útsaumsstykki eftir Gísla, fyrstu verkin sem stofnendur safnsins keyptu af listafólki Sólheima. Byggingarnar eru eftir Gunnar Sigfús Kárason [1931-1996] og verða sýnd í sumar, alls 68, safnið á 166 verk eftir hann. Heimsóknin var mjög ánægjuleg og gefandi. Valgeir F. Backmann tók ljósmyndina.
#safnasafnið
#safnasafnid
#outsiderart
Fréttir af fuglum

Fréttir af fuglum

Safnasafnið keypti í sumar 13 fugla eftir Jón Ólafsson á Hólmavík og verða þeir sýndir á næstu tveimur árum ásamt fuglum eftir marga aðra höfunda.

Friðrik Hansen (1947 – 2005)

Friðrik Hansen (1947 – 2005)

Í ár eru sýnd verk á safninu eftir Friðrik Hansen. Sjá má útsöguð og máluð tréverk og málverk sem eru í eigu safnsins. Verkin bera með sér afgerandi höfunareinkenni og eru litrík og kraftmikil. Sýningin er samstarf safnsins við Listahátíðina List Án Landamæra árið 2017, en safnið og hátíðin hafa átt í samstarfi um árabil.

Pin It on Pinterest