Bæklingar

Samkvæmt sýningarstefnu Safnasafnsins er valið inn Það sem rýmar við Alþýðulist Íslands, verk í­ eigu þess sjálfs eða annarra. Leitað er eftir framsækinni nútí­malist, tilraunum, nýjungum og verkum sem skara alþýðulist eða eru gerð með þjóðleg minni áhuga. Ábendingar eru vel þegnar.

Safnasafnið hefur sem höfuðmarkmið að kynna til leiks verk sjálfmenntaðra listamanna, sem hafa löngum ekki hlotið verðskuldaða viðurkenningu. Hafa verk þeirra jafnvel oft verið geymd áratugum saman í­ geymslum listasafna og aldrei sýnd, þar sem þau falla ekki að söfnunar- og sýningarstefnu viðkomandi safna.

Með því að tefla verkum hinna sjálfmenntuðu fram í­ samtali við verk lærðra listamanna, tekur Safnasafnið þann úttgangspunkt að sýna listaverk á jafnréttisgrundvelli, þar sem eina krafan er gæði verkanna.

Stofnendum Safnasafnsins hefur á tveimur áratugum þannig tekist það sem ólíklegt­ þótti, að færa alþýðulistina af jaðrinum inn að miðju og lokka jafnframt skólaða nútí­malistamenn til heilladrjúgs samstarfs.

Safnasafnið

 

Svalbarðsströnd | 601 Akureyri
Sími: 461 4066 | Email: safngeymsla@simnet.is

Opið daglega til 17. september frá kl. 10-17 / og frá 18. september til 3. október frá kl.13-16

 

Pin It on Pinterest

Share This