Safnasafniđ

Konur hafa frá stofnun safnsins 1995 verið í meirihluta í stjórn þess. Unnið er skv. jafnréttisstefnu; kynjahlutfall á sýningum er haft sem

Safnasafniđ og konurnar

Konur hafa frá stofnun safnsins 1995 veriđ í meirihluta í stjórn ţess. Unniđ er skv. jafnréttisstefnu; kynjahlutfall á sýningum er haft sem jafnast; og leitast er viđ ađ ná til utangarđsfólks eđa listamanna á stofnunum vítt og breitt um landiđ


Fyrsta sýning safnsins í Ţinghúsinu á Svalbarđsströnd hét 1. maí, innsetning sem fjallađi um starf ungrar stúlku á sjúkrahúsi um miđja síđustu öld og var líf hennar fyrr og nú tengt saman međ tćkjabúnađi stofnunarinnar, bréfi og einkamunum. Var ţetta í fyrsta skipti í sögu myndlistar á Íslandi sem safnmunir voru settir í svo einkalegt samhengi og gaf tóninn út í lista- og safnalífiđ


Ein af deildum safnsins er Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co, sem stofnuđ var 2007 í Austurstrćti 1 í Reykjavík, en lauk starfsemi sinni í Skipholti 9 áriđ 2006. Í henni er síbreytileg kynning á ţeim vörum sem alla jafna höfđa meira til kvenna en karla, jafnframt er sett upp lítil sýning ár hvert međ handverki kvenna. Sú fyrsta var 2007 á kjólum eftir Kristínu Jónsdóttur, eiginkonu Einars Braga, skálds; önnur 2008 á nálapúđum eftir Hannyrđasystur í Eyjafirđi, sem kölluđust á viđ úrval af nálhúsum og nálapúđum í eigu safnsins; 2009 var sýning á fatnađi sem Ţóra Björk Sveinsdóttir á Akureyri saumađi á tvćr ungar dćtur sínar fyrir 50 árum; og 2010 sýning á "harđangri og klaustri" eftir Ţórveigu Sigurđardóttur frá Sleitustöđum í Skagafirđi, sem haustiđ 2009 gaf dúk á altari Hóladómkirkju. Safnasafniđ fékk veđur af Hildi Kristínu Jakobsdóttur á Akureyri sem ţjáđ var af Parkinssonveiki en stundađi útsaum af veikum mćtti, önnur hönd hennar hafđi misst máttinn og varđ hún ţví ađ draga nálina út međ tönnunum. Safniđ keypti af henni 24 verk og hélt sérsýningu á ţeim 2002, og lánađi síđan nokkur ţeirra á Alţjóđlegu textílsýninguna á Kjarvalsstöđum 2004Listhirsla 1 er gefin út í tilefni 15 ára afmćlis Safnasafnsins. Settur var saman listi yfir hugsanlega myndlistarmenn, ţ.e. konur, og ţeim rađađ niđur eftir tćkni og ađferđum til ađ auka fjölbreytnina, en ţó međ ţeim fyrirvara ađ ekki vćri hefting á hugmyndum og framsetningu. Nokkrar ţeirra hafa tileinkađ sér ákveđna tćkni og efni til ađ vinna í, ađrar eru ţađ fjölhćfar ađ ţćr geta skapađ eins og ţeim lystir. Konurnar hafa flestar sýnt í Safnasafninu, átt verk á sýningum á vegum ţess, eđa munu sýna ţar á nćstu árum.
Ţátttakendur eru: Ragnhildur Stefánsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Anna Hallin, Rúrí, Brynhildur Ţorgeirsdóttir, Arna Valsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Andrea Maack, Sigríđur Ágústsdóttir, Ólöf Nordal, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnheiđur Ragnarsdóttir, Guđbjörg Ringsted, Anna Líndal, Ţórdís Alda Sigurđardóttir, Ţórunn Elísabet Sveinsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Ađalheiđur Eysteinsdóttir, Olga Bergmann, Ásta Ólafsdóttir, Erla Ţórarinsdóttir, Gjörningaklúbburinn og gestgjafinn: Magnhildur Sigurđardóttir 
Hirslan sjálf er listgripur, skreytt, árituđ, og númeruđ 1/50 - 50/50. Hugsanlegir kaupendur eru listasöfn, listhús til áframsölu, fagurkerar, safnarar, menningarstofnanir, sveitarstjórnir og fyrirtćki sem vilja heiđra fólk međ einstakri gjöf. Hér er einnig tćkifćri fyrir ungt áhugafólk um myndlist ađ eignast mörg verk á einu bretti fyrir tiltölulegan lága upphćđ

 

Alţýđulistarkonur eru sérstaklega hvattar til dáđa, og verk ţeirra sýnd í grennd viđ verk nútímalistarkvenna. Í safninu eru t.d. verk sem voru sérstaklega pöntuđ til ađ ýta viđ konunum, fá ţćr til ađ sjá sig í bjartsýnu ljósi og máta sig viđ ađrar konur

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf