Frá jaðri til miðju – Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

Frá jaðri til miðju – Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

FRÁ JAÐRI TIL MIÐJU
Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

Safnasafnið býður til samtals um listir í Þjóðminjasafni Íslands laugardaginn 3. nóvember frá kl. 13.00 til 16.00.

 Erindi flytja:

Níels Hafstein, myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins
Íslensk alþýðulist, þróun, gæði og staða á heimsvísu

Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður
Safnasafnið, rannsóknarsetur og safn íslenskrar alþýðulistar

Loji Höskuldsson, myndlistamaður segir frá verkum sínum

Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður
Alþjóðleg hugtök, nám og aðgengi í listheiminum. Margrét segir einnig frá verkum bandarísku listakonunar Judith Scott og frá verkum Gíu (Gígju Thoroddsen)

Fundarstjóri er Unnar Örn J. Auðarson, myndlistarmaður

Veitingar í boði Safnasafnsins í hléi.

Þátttakendur í pallborði:

  • Bjarki Bragason, myndlistarmaður og lektor við Listaháskóla Íslands
  • Eiríkur Þorláksson, listfræðingur og sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og safnstjóri Listasafns Íslands
  • Inga Björk Bjarnadóttir, MA nemi í listfræði við Háskóla Íslands og fötlunaraktivisti
  • Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðgengi er gott í Þjóðminjasafninu. Vinsamlegast látið okkur vita ef þörf er á táknmálstúlkun

Verkefnið er styrkt af Safnaráði og Fullveldissjóði Íslands.

Við erum komin í Sarp

Við erum komin í Sarp

Þann 1. júní verða fyrstu skráningar safnsins birtar á SARP. Verða þar aðgengilegar upplýsingar um ríflega 350 verk úr safneign eftir 26 listamenn. Þau eru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bjarni Þór Þorvaldsson, Bólu-Hjálmar Jónsson, Eggert Magnússon, Guðjón Ketilsson, Guðbjörg Ringsted, Guðjón R. Sigurðsson, Gunnþór Guðmundsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jón Ólafsson, Kristján F. Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Jónsson Stórval, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Hildur Kristín Jakobsdóttir, Svava Skúladóttir, Sölvi Helgason, Þór Vigfússon og Þórður Halldórsson. (Verkið sem fylgir fréttinni er sjálfsmynd eftir Valdmar Bjarnfreðsson)

Pin It on Pinterest