Frá jaðri til miðju – Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

Frá jaðri til miðju – Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

FRÁ JAÐRI TIL MIÐJU
Þróun íslenskrar alþýðulistar og staða hennar í dag

Safnasafnið býður til samtals um listir í Þjóðminjasafni Íslands laugardaginn 3. nóvember frá kl. 13.00 til 16.00.

 Erindi flytja:

Níels Hafstein, myndlistarmaður og safnstjóri Safnasafnsins
Íslensk alþýðulist, þróun, gæði og staða á heimsvísu

Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður
Safnasafnið, rannsóknarsetur og safn íslenskrar alþýðulistar

Loji Höskuldsson, myndlistamaður segir frá verkum sínum

Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður
Alþjóðleg hugtök, nám og aðgengi í listheiminum. Margrét segir einnig frá verkum bandarísku listakonunar Judith Scott og frá verkum Gíu (Gígju Thoroddsen)

Fundarstjóri er Unnar Örn J. Auðarson, myndlistarmaður

Veitingar í boði Safnasafnsins í hléi.

Þátttakendur í pallborði:

  • Bjarki Bragason, myndlistarmaður og lektor við Listaháskóla Íslands
  • Eiríkur Þorláksson, listfræðingur og sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og safnstjóri Listasafns Íslands
  • Inga Björk Bjarnadóttir, MA nemi í listfræði við Háskóla Íslands og fötlunaraktivisti
  • Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðgengi er gott í Þjóðminjasafninu. Vinsamlegast látið okkur vita ef þörf er á táknmálstúlkun

Verkefnið er styrkt af Safnaráði og Fullveldissjóði Íslands.

Peter Michaels Micari – Biskupinn

Peter Michaels Micari – Biskupinn

Níels Hafstein skrifaði sýslumanninum í Stykkishólmi bréf þar sem leitað var eftir því að Safnasafnið fengi myndverk og gripi úr dánarbúi Peters Michaels Micari (1943-2017), Kvennahóli á Fellsströnd, en hann andaðist 2017, 74 ára gamall. Fregnir af því bárust ekki norður fyrr en Hulda Rós Rúriksdóttir skiptaráðandi var að ljúka störfum. Hafði hún samband við syni PMM í Bandaríkjunum og samþykktu þeir fúslega að safnið tæki það sem lægi á lausu. Í framhaldinu var send fyrirspurn til dvalarheimilis aldraðra í Búðardal til að kanna hvort eitthvað hefði orðið eftir af gripum þar þegar Peter andaðist en hann lagðist aldrei inn þar. Áhugi safnsins helgaðist af því að Peter bjó til alla gripi sjálfur og skreytti þá með aðfengnum smáhlutum. Safnið fékk mítur með málmskífum innan í og á bak við stóluna, kollhúfu, stóra skreytta húfu til notkunar við helgiathafnir, stóran kross, 3 hálsmen með skreytingum og bænaperlum, og stórt verk þakið frímerkjum, sem hér sést meginn hlutinn af. Arfleifð biskupsins verður rannsökuð á næstu árum og haldin sýning í fyllingu tímans.
Opnunartími 2018

Opnunartími 2018

Safnasafnið er opið alla daga fram til 9. september frá kl.10 – 17.

Eftir 9.september er mögulegt að hafa samband við safnið í síma 461-4066, og panta heimsókn á safnið fyrir hópa.

Við erum komin í Sarp

Við erum komin í Sarp

Þann 1. júní verða fyrstu skráningar safnsins birtar á SARP. Verða þar aðgengilegar upplýsingar um ríflega 350 verk úr safneign eftir 26 listamenn. Þau eru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bjarni Þór Þorvaldsson, Bólu-Hjálmar Jónsson, Eggert Magnússon, Guðjón Ketilsson, Guðbjörg Ringsted, Guðjón R. Sigurðsson, Gunnþór Guðmundsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jón Ólafsson, Kristján F. Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Jónsson Stórval, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Hildur Kristín Jakobsdóttir, Svava Skúladóttir, Sölvi Helgason, Þór Vigfússon og Þórður Halldórsson. (Verkið sem fylgir fréttinni er sjálfsmynd eftir Valdmar Bjarnfreðsson)
Opnun 12. maí 2018

Opnun 12. maí 2018

Laugardaginn 12. maí kl. 14 – 17 opna 11 nýjar sýningar í sölum Safnasafnsins.

Boðið er upp á veitingar.

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu við í Safnasafninu

Íbúar á Sólheimum litu nýlega við í Safnasafninu á leið sinni frá boscia-móti sem Erla Björk Sigmundsdóttir vann. Hún er fremst á myndinni, en safnið á 20 útsaumsverk eftir hana. Til hliðar standa Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir og Gísli Halldórsson, en safnið á 2 leirverk eftir Rósý og 16 útsaumsstykki eftir Gísla, fyrstu verkin sem stofnendur safnsins keyptu af listafólki Sólheima. Byggingarnar eru eftir Gunnar Sigfús Kárason [1931-1996] og verða sýnd í sumar, alls 68, safnið á 166 verk eftir hann. Heimsóknin var mjög ánægjuleg og gefandi. Valgeir F. Backmann tók ljósmyndina.
#safnasafnið
#safnasafnid
#outsiderart

Pin It on Pinterest